Fréttir
Jólakveðja
Nemendur og starfsfólk Myllubakkaskóla áttu dásamlega stund saman í gær. Eftir fimm ára hlé tókst loksins að halda jólatrésskemmtun á sal skólans. Það var mikið gleðiefni að sjá skólann okkar taka upp gamlar hefðir sem og skapa nýjar hefðir í nýju umhverfi. Meðfylgjandi er myndband af jólastundinni okkar ásamt undurfögrum söng nemenda Myllubakkaskó...
Lesa meiraNemendur leysa þrautir og bjarga sér frá jólakettinum
Nemendur leysa þrautir og bjarga sér frá jólakettinum í Breakout EDU leik!Í desember tóku nemendur í 1. – 4. bekk þátt í spennandi Breakout EDU leik sem byggði á íslenskum jólasögum. Sagan í leiknum var sú að íslenski jólakötturinn var á leiðinni til byggða til að borða þau börn sem höfðu ekki fengið ný föt fyrir jólin. Til að bjarga sér þurftu nem...
Lesa meiraFræðsla um brunavarnir og öryggi í 3. bekk
Það er alltaf jafn gaman að fá góða gesti í heimsókn til okkar í skólann. Í síðustu viku fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja, þar sem þeir fengu kynningu á mikilvægi brunavarna og öryggis í daglegu lífi. Gunnar Jón slökkviliðsmaður fór í gegnum ýmis atriði sem snúa að brunavörnum, þar á meðal mikilvægi útgönguleiða í bru...
Lesa meiraFræðsla um netöryggi og vellíðan á netinu
Í dag fengu nemendur í 5. – 7. bekk heimsókn frá Snjallvagninum (SmartBus) sem er verkefni unnið af Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT. Markmið fræðlsunnar er að hvetja krakka til að hugsa betur um netöryggi, hegðun sína á samfélagsmiðlum og á netinu yfirleitt. Nemendur fengu verkfæri til þess að vernda sig betur á netinu me...
Lesa meiraRithöfundur í heimsókn
Síðasta miðvikudag fengum við góðan gest í heimsókn til okkar í skólann. Rithöfundurinn Gunnar Helgason hitti nemendur í í 3. – 7. bekk en hann hefur skrifað fjölmargar vinsælar barnabækur síðustu ár. Gunnar sýndi nemendum kápur af bókum sínum. Hann útskýrði fyrir þeim hvernig ferlið við hönnun nýju bókakápunnar hefur gengið fyrir sig í samstarfi...
Lesa meiraDagur íslenskrar tungu 16. nóvember
Í tilefni dags íslenskrar tungu komu nemendur í 1. – 7. bekk saman á sal föstudaginn 15. nóvember og sungu nokkur íslensk lög. Hér má sjá myndband. https://www.youtube.com/watch?v=G0sW6ChDXHA Þriðjudaginn 19. nóvember komu svo elstu nemendur frá Vesturbergi og Tjarnarsel í heimsókn og sungu með nemendum í 1. bekk.Hér má sjá myndband frá því. htt...
Lesa meiraHryllilega kökukeppnin á miðstigi
Í tilefni hrekkjavöku var haldin kökukeppni fyrir nemendur í 5.-7. bekk og skemmtu krakkarnir sér við að skapa bæði flottar og hryllilegar kökur ásamt vinum og bekkjarfélögum sínum. Það var gaman að sjá hversu margir nemendur tóku þátt, og metnaðinn sem lagður var í glæsilegar kökurnar. Hlynur skólastjóri og Auður heimilisfræðikennari fengu það er...
Lesa meiraSamskiptadagur 2. október 2024
Miðvikudaginn 2. október er samskiptadagur í Myllubakkaskóla þar sem nemendur mæta í viðtal ásamt foreldrum/forráðamönnum til umsjónarkennara . Engin kennsla er þennan dag og frístundaskólinn er lokaður....
Lesa meiraSöngstundir í Myllubakkaskóla
Söngstundir gefa skólalífinu lit og gleði. Þær eru skipulagðar í skólastarfi Myllubakkaskóla og hafa fengið meira vægi enda mikilvægi tónlistar meira en orð fá lýst. Hjördís Rós tónmenntakennari sér um söngstundirnar og er gaman að sjá hvað nemendur taka virkan þátt og skemmta sér vel. Við fáum gæsahúð við það eitt að hlusta og horfa á nemendur á...
Lesa meiraMyllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.