• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

2. apríl 2025

Nemendur Myllubakkaskóla í toppsætunum á Suðurnesjamóti í skólaskák

Suðurnesjamótið í skólaskák fór fram í Heiðarskóla þriðjudaginn 1. apríl. Þeir nemendur sem tóku þátt fyrir hönd Myllubakkaskóla voru hlutskarpastir á skákmóti skólans fyrr á árinu.

Nemendur sem tóku þátt fyrir hönd Myllubakkaskóla voru:
Elvar í 6. bekk
Aron í 7. bekk
Cedrick 7. bekk
Jan Ólafur 7. bekk
Marvin 7. bekk
Damian 9. bekk
Szymon 10. bekk
Salvar 10. bekk

Allir nemendurnir okkar stóðu sig frábærlega og eiga hrós skilið.

Það er gaman að segja frá því að Elvar vann sinn flokk og Aron lenti í 2. sæti.

Með sigrinum hefur Elvar unnið sér inn þátttökurétt á Íslandsmótinu í skák sem fer fram í maí á þessu ári. Í eldri flokknum var Szymon í 2. sæti og Salvar í 3. sæti.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Hér má sjá frétt á vef skáksambands Íslands frá mótinu


Flokkur 5. - 7. bekkur: Hér má sjá Elvar Þór sigurðsson (1. sæti) fyrir miðju og Aron Zirui Liu (2. sæti) til vinstri. 

F
lokkur 8. - 10. bekkur. Hér má sjá Szymon Sienskiewicz (2. sæti) til vinstri og Salvar Gauta Stefánsson (3. sæti) til hægri á myndinni.

Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær