Bókasafn Myllubakkaskóla
Bókasafn Myllubakkaskóla hefur það hlutverk samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla sem tók gildi 1. ágúst 2007 að vera eitt af meginhjálpartækjum í skólastarfi og miklu skiptir að bókakostur og önnur gögn stuðli að fjölbreyttu og skapandi starfi. Skólasafn á að vera lifandi fræðslu-, upplýsinga- og menningarmiðstöð í hverjum skóla.
Bókasafn Myllubakkaskóla er í stjórnunarálmu skólans. Það er 120 fermetrar að stærð og tekur um 30 nemendur í sæti. Á safninu eru fimm nettengdar tölvur. Nemendur hafa aðgang að þeim að fengnu leyfi. Þar geta nemendur unnið ýmis verkefni og aflað sér upplýsinga af Internetinu.
Opnunartími bókasafnsins
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur |
8:10-14:00 | 8:10-14:00 | 8:10-14:00 | 8:10-14:00 | 8:10-14:00 |
Safnkostur
Bókakostur safnsins er um 15000 bækur, þar af um 5000 fræðirit. Safnið á einnig gott safn af hljóðbókum, geisladiskum, myndböndum og mynddiskum. Safnið er áskrifandi af tímaritunum Sagan öll og Lifandi vísindi. Safnkostur er skráður í tölvukerfið Metrabók.
Á safninu er bókunum skipt í skáldrit og fræðirit. Skáldrit hafa ekki gerst í raunveruleikanum heldur aðeins í hugarheim þess sem hefur skrifað bókina. Höfundur skáldar persónur og söguþráð. Skáldritunum er raðað í stafrófsröð eftir nafni höfundar. Skírnarnafni íslenskra en eftirnafni erlendra höfunda.
Fræðirit eru bækur með ýmsum fróðleik, t.d. um dýr, líkamann, landafræði, þjóðsögur og íþróttir. Fræðirit er bækur sem kenna manni t.d. hvernig á að hugsa um hunda eða hvernig á að baka súkkulaðiköku.
Fræðiritum er raðað eftir Dewey flokkunarkerfinu, en það er flokkunarkerfi sem notað er á flestum söfnum á Íslandi og víða um heim. Kerfið byggir á því að fræðiritum er skipt í 10 aðalflokka eftir efni. Hver þessara 10 aðalflokka skiptist síðan í 10 undirflokka. Tölurnar sem auðkenna flokkana eru nefndar marktölur. Þær standa á kjalmiða hverrar bókar og eftir þeim er bókunum raðað í hillurnar.
Yfirlit yfir flokkunarkerfið
000 Almennt efni | 500 Raunvísindi |
100 Heimspeki | 600 Tækni, framleiðsla, iðnaður |
200 Trúarbrögð | 700 Listir |
300 Samfélagsgreinar | 800 Bókmenntir |
400 Tungumál | 900 Saga, landafræði, ævisögur |
Útlán
- Allir nemendur og starfsmenn skólans geta fengið lánaðar bækur og gögn af safninu.
- Nemendur í 1., 2. og 3. bekk geta fengið eina bók að láni í einu. Nemendur í 4., 5. og 6.bekk geta fengið tvær bækur að láni í einu. Nemendur í 7., 8., 9. og 10. bekk geta fengið þrjár bækur að láni í einu.
- Flestar bækur safnsins eru lánaðar heim, en ýmsar handbækur eru eingöngu til afnota í skólanum.
- Önnur gögn á safninu, sem aðeins eru lánuð kennurum eru, myndbönd, spil, hljómplötur og snældur. Einnig eru hljóðbækur lánaðar nemendum sem eiga í lestrarörðuleikum.
- Útlánstími bóka er hámark tvær vikur.
- Lánþegar bera ábyrgð á þeim gögnum sem þeir hafa að láni.
- Opið er fyrir útlán kl. 10:00-13:15
Safnreglur
- Sá sem tekur bók að láni ber ábyrgð á henni. Ef hún týnist eða skemmist verður viðkomandi nemandi eða forráðamaður hans að bæta safninu bókina.
- Nemendur í 1., 2. og 3. bekk geta fengið eina bók að láni í einu. Nemendur í 4., 5. og 6. bekk geta fengið tvær bækur að láni í einu. Nemendur í 7., 8., 9. og 10. bekk geta fengið þrjár bækur að láni í einu.
- Hámarks lánstími bóka eru tvær vikur.
- Mikilvægt er að fara vel með bækur safnsins.
- Bannað er að neyta matar og drykkjar á safninu.
- Allir skulu ganga hljóðlega um á bókasafninu.
Safnkennsla
Tilgangurinn með vinnu á bókasafni er að gera nemendur færa um að leita sér þekkingar á eigin spýtur og nota hana í námi jafnt sem daglegu lífi. Þannig eru nemendur þjálfaðir í sjálfstæðum vinnubrögðum, en um leið geta þeir fengið útrás fyrir forvitni sína og sköpunargleði með aukinni kunnáttu í heimildaleit.
- 1.bekkur
- 2.bekkur
- 3.bekkur
- 4.bekkur
- 5.bekkur
- Almennar upplýsingar
- Bókasafn
- Viðbragðsáætlun við samskiptavanda og einelti
- Skólanámskrá
- Skólaráð
- Skólaráð - fundargerðir
- Starfsfólk
- Stefna Myllubakkaskóla
- Skýrslur, áætlanir, og stefnur
- Skólasókn og viðbrögð
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.