Foreldrafélag
Foreldrafélag Myllubakkaskóla er félag allra foreldra/forráðamanna nemenda í Myllubakkaskóla og er skammstafað FFM. Stjórn FFM hefur umsjón með starfsemi félagsins í samvinnu við foreldra úr hverjum árgangi og fulltrúa foreldra í skólaráði. Haldnir eru stjórnarfundir ásamt félagsfundum eins oft og þurfa þykir, þar sem unnið er að markmiðum félagsins og verkefnum skipt á milli félagsmanna. Stjórn FFM boðar til fundanna. Starfsár FFM telst vera frá aðalfundi í september til næsta aðalfundar ári síðar. FFM starfar með FFGÍR, sem stendur fyrir Foreldrafélög grunnskóla í Reykjanesbæ.
Markmið
- Að vinna að velferð nemenda.
- Að efla hag skólans og koma á farsælu samstarfi milli skólans og heimila nemenda.
- Að efla starf foreldrafélagsins og gera það sýnilegra í skólasamfélaginu.
- Að auðvelda störf foreldra í foreldrafélagi og tryggja samfellu í starfinu.
- Að hvetja foreldra til að halda viðburði, einn á hvorri önn fyrir hvern árgang.
- Að styrkja og efla virkni foreldra.
Til að ná þessum markmiðum heldur félagið reglulega félagsfundi þar sem lögð er áhersla á fræðslu, skemmtun og upplýsingamiðlun.
Stjórn FFM 2024-2025
Formaður er Unnur Ýr Kristinsdóttir.
Gjaldkeri er Karólína Björg Óskarsdóttir.
Ritari er Ingunn Anna Ragnarsdóttir.
Meðstjórnandi er Maria Natalie Einarsdóttir Alvarez.
Meðstjórnandi er Sandra Rut Bjarnadóttir.
Meðstjórnandi er Kristinn Benediktsson.
Meðstjórnandi er Jóna María Þorgeirsdóttir.
Til að hafa samband við foreldrafélagið er best að senda tölvupóst á myllubakkaskoli@myllubakkaskoli.is og setja í subject: Berist til foreldrafélagsins.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.