Foreldrafélag
Foreldrafélag Myllubakkaskóla er félag allra foreldra/forráðamanna nemenda í Myllubakkaskóla og er skammstafað FFM. Stjórn FFM hefur umsjón með starfsemi félagsins í samvinnu við foreldra úr hverjum árgangi og fulltrúa foreldra í skólaráði. Haldnir eru stjórnarfundir ásamt félagsfundum eins oft og þurfa þykir, þar sem unnið er að markmiðum félagsins og verkefnum skipt á milli félagsmanna. Stjórn FFM boðar til fundanna. Starfsár FFM telst vera frá aðalfundi í september til næsta aðalfundar ári síðar. FFM starfar með FFGÍR, sem stendur fyrir Foreldrafélög grunnskóla í Reykjanesbæ.
Markmið
- Að vinna að velferð nemenda.
- Að efla hag skólans og koma á farsælu samstarfi milli skólans og heimila nemenda.
- Að efla starf foreldrafélagsins og gera það sýnilegra í skólasamfélaginu.
- Að auðvelda störf foreldra í foreldrafélagi og tryggja samfellu í starfinu.
- Að hvetja foreldra til að halda viðburði, einn á hvorri önn fyrir hvern árgang.
- Að styrkja og efla virkni foreldra.
Til að ná þessum markmiðum heldur félagið reglulega félagsfundi þar sem lögð er áhersla á fræðslu, skemmtun og upplýsingamiðlun.
Stjórn FFM 2023-2024
Formaður er Unnur Ýr Kristinsdóttir, netfang: unnuryrkristinsdottir@gmail.com
Gjaldkeri er Karólína Björg Óskarsdóttir, netfang: fletta_13@hotmail.com
Ritari er Ingunn Anna Ragnarsdóttir, netfang: inganna@gmail.com
Meðstjórnandi er Maria Natalie Einarsdóttir Alvarez, netfang: marianatalie88@hotmail.com
Meðstjórnandi er Sandra Rut Bjarnadóttir, netfang: zandrarut@gmail.com
Meðstjórnandi er Kristinn Benediktsson, netfang: kristinnben@gmail.com
Meðstjórnandi er Jóna María Þorgeirsdóttir, netfang: j.thorgeirsdottir@lagardere-tr.is
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.