Hugmyndir fyrir bekkjarfulltrúa
Bekkjarkvöld í skólanum
Athugið að bekkjarkvöldin þurfa alls ekki að kosta nokkuð eða mikið.
- Bingó. Foreldrar sameinast um að redda smávægilegum vinningum, þurfa ekki að vera merkilegir.
- Spilakvöld. Bæði er hægt að nýta spil sem eru til í skólanum eða börnin koma með sín uppáhalds spil.
- Mála á piparkökur, fá aðstöðu í skólanum.
- Diskótek.
- Vasaljósapartý. Sérstaklega skemmtilegt þegar mesta myrkrið er skollið á. Bekkurinn hittist í skólanum með vasaljós og flakkar um.
- Feluleikur. Mjög fjörugt þegar hægt er að fela sig í heilum skóla. Mætti sameina með vasaljósapartýinu.
- Hæfileikakeppni. Margar hugmyndir að útfærslum. Foreldrar og börn keppa saman. Foreldar keppa og börn dæma.
- Hittast með fjarstýrða bíla og keyra um skólann. Búa til akgreinar með málningarlímbandi.
- Hittast úti á skólalóð og fara í leiki. Einhver tekur að sér að stjórna leikjunum.
Bekkjarkvöld úti
- Ratleikur um hverfið. Einhverjir foreldrar taka að sér að skipuleggja ratleik með þrautum um hverfið.
- Sólbrekkuskógur, þar er leiksvæði og hægt að grilla.
- Sleða- snjóþotu- skíðaferð, á hólnum í Innri Njarðvík.
- Hittast á opnu svæði, fara í leiki og grilla pylsur. T.d. útisvæðið í Njarðvík.
- Sundferð.
- Fjöruferð.
- Leikir í skrúðgarðinum.
- Skessuhellir.
- Fjörheimar.
Fleiri hugmyndir
- Bíó
- Keila
- Skautar
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.