• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

Námsmat

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á mat á hæfni og framförum nemenda að vera reglubundinn þáttur í skólastarfi. Megintilgangur námsmats er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess.


Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hvaða aðstoð þeir þurfa. Námsmat miðar að því að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstaklingum og hópum gengur að ná settum markmiðum. Námsmat á að veita foreldrum og nemendum upplýsingar um námsgengi sem má hafa að leiðarljósi við skipulagningu náms.


Tilhögun námsmats í Myllubakkaskóla (glærur).

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær