Hæfnirammar
Hæfnirammarnir eru þrepaskiptir og lýsa stigvaxandi hæfni nemenda í íslensku sem öðru tungumáli. Römmunum er ætlað að lýsa hæfni sem krafist er í notkun íslensku á öllum sviðum tungumálanáms. Hæfnirammarnir miða ekki við aldur nemandans heldur stöðu hans í íslensku. Þó má gera ráð fyrir að yngri nemendur fylgi viðmiðum í íslensku sem öðru tungumáli í skemmri tíma en þeir eldri.
Forstig er fyrir nemendur með litla sem enga þekkingu á íslensku tungumáli, þá sem eru ólæsir í móðurmáli sínu, þekkja ekki latneskt stafróf eða þurfa sérstaka þjálfun í íslenskum málhljóðum og að tengja þau við rittáknin. Áherslan er á lestur og íslenskt hljóðkerfi á þessu stigi. Þær hæfnilýsingar sem eiga við forstig eru þau viðmið sem unnið skal að. Að loknu forstigi er miðað við að nemendur nái hæfni sem lýst er á 1. stigi að því gefnu að hæfniviðmiðum forstigs sé náð.
1. stig er fyrir nemendur sem teljast byrjendur í íslensku en eru vel læsir í móðurmáli, þekkja latneskt letur og eiga auðvelt með að tileinka sér íslensk málhljóð og íslensk rittákn. Áhersla er á grunnorðaforða, grunnþekkingu í íslenskri málfræði, einfaldar ritunaræfingar, mikinn lestur og hlustun auk markvissrar talþjálfunar í almennu, daglegu tali.
2. stig. Hér eru nemendur orðnir nokkuð færir í munnlegri tjáningu og hafa daglegan orðaforða nokkurn veginn á valdi sínu. Mikil orðaforðasöfnun á sér stað á þessu stigi og málfræðinotkun eflist samhliða. Kröfur um hæfni í rituðu máli aukast og áhersla er lögð á námsorðaforða eftir því sem kostur er. Nemendur fylgja aðlöguðum námsáætlunum í öllum bóklegum greinum.
3. stig. Hér eru nemendur komnir með góðan grunn í íslensku og geta einbeitt sér að því að safna orðaforða og þróa færni sína í námstengdri málnotkun á breiðum grunni á öllum hæfnisviðum. Þegar nemendur hafa náð þeirri hæfni sem lýst er á þriðja stigi eiga þeir að geta fylgt almennum aldurstengdum viðmiðum og námsáætlunum í öllum bóklegum greinum en með stuðningi ef þarf.

Sjá nánar:
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.