• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

Skóladagatal - Kalendarz szkolny - School calendar

Skóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025

Skóladagatal 2024 - 2025


Útskýring fyrir skóladagatalið 2024 - 2025:
Skóladagatal fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið samþykkt af fræðsluráði Reykjanesbæjar. Skóladagatal er fyrst samþykkt á starfsmannafundi, í framhaldi af því er skóladagatalið lagt fyrir skólaráð til umsagnar og samþykktar og loks fyrir fræðsluráð bæjarins.

Samkvæmt 28. gr laga um grunnskóla skal starfstími nemenda vera á hverju skólaári að lágmarki í níu mánuði og vera á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Undirbúningsdagar kennara eru samtals 8 og dreifast fyrir upphaf og eftir lok skóladaga nemenda og eru fyrir utan starfstíma skóla (gulir). Á starfstíma skóla eru 180 nemendadagar, 10 skertir dagar (grænir), 5 starfsdagar (gulir) og vetrarfrí (bláir).

Skerta daga mæta nemendur styttra í skólann eins og t.d. á skólasetningu, samskiptadaga, jólahátíð, árshátíð, öskudag og fl. Starfsdagar á starfstíma skóla eru nýttir í undirbúning kennslu, námsmat og aðra faglega vinnu. Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og sumargleði. Á uppbrotsdögum er frístundaheimilið opið. Á starfsdögum og í vetrarleyfi er engin kennsla og frístundaheimilið er lokað.

Heimilt er að taka upp vetrarorlof svo fremi að það rúmist innan marka skóladagatalsins og fækkar þá orlofsdögum að sumri.


  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær