Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
Síðustu vikur hafa nemendur í 7. bekk tekið þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem er árlegur viðburður í skólastarfinu hjá okkur. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember en markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
Umsjónarkennararnir Birna Ásgeirsdóttir, Birta María Falsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir hafa unnið markvisst með nemendum í 7. bekk ásamt Írisi Dröfn Halldórsdóttur, Ásdísi Kjartansdóttur og Hebu Friðriksdóttur.
Bekkjarkeppnin fór fram 13. febrúar og voru tólf nemendur valdir til að taka þátt í skólakeppninni.
Þau voru:
Aron Zirui Liu
Aþena Ýr Davíðsdóttir
Ástrós Kristinsdóttir
Bergþór Hugi Bjarnason
Cedrick Daniel Ace L. Bacolod
Hana Medenjak
Jan Ólafur W. Halldórsson
Kristín Inga Kristinsdóttir
Kristjana Nótt Guðrúnardóttir
Mikolaj Seinkiewicz
Sandra Tkaya
Sólbjört Eva Friðjónsdóttir
Keppendur stóðu sig mjög vel og höfðu greinilega æft sig vel, bæði í skólanum og heima.
Dómarar voru Hildur Ellertsdóttir, Hildur María Magnúsdóttir og Hlynur Jónsson og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.
Sigurvegarar voru Jan Ólafur og Kristjana Nótt en þau munu keppa fyrir hönd skólans í lokakeppninni þann 12. mars. Auk þeirra var Kristín Inga valin sem varamaður.
Nemendum úr 6. bekk var boðið að horfa á þar sem þeir taka þátt í keppninni á næsta skólaári. Allir nemendur voru til mikillar fyrirmyndar og hlustuðu af athygli.
Hér má sjá sigurvegarana Jan og Kristjönu ásamt Hildi Maríu, Hlyni og Hildi Ellertsdóttur dómurum.
Hér má sjá myndir frá keppninni.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.