• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

13. mars 2025

Jan og Kristjana á palli í Stóru upplestrarkeppninni

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fór fram í Hljómahöll í gær. Fjórtán krakkar úr grunnskólum Reykjanesbæjar tóku þátt, tveir úr hverjum skóla.

Það er sannarlega gaman að segja frá því að fulltrúar Myllubakkaskóla, Jan Ólafur og Kristjana Nótt, stóðu sig alveg frábærlega! Kristjana Nótt hafnaði í 2. sæti og Jan Ólafur í 3. sæti. Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með árangurinn.

Við viljum líka þakka kennurum kærlega fyrir og ekki síður öllum þeim sem komu að undirbúningi keppninnar síðustu mánuði.

Mynd: Jan Ólafur og Kristjana nótt nemendur í 7. bekk í Myllubakkaskóla

Mynd: Jan og Kristjana ásamt umsjónarkennurum sínum, Karen Mist og Birtu Maríu

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær