Skákmót í Myllubakkaskóla
Spennandi skákmót var haldið í vikunni fyrir nemendur á mið- og unglingastigi Myllubakkaskóla.
Mótið var tvískipt: Nemendur á unglingastigi kepptu miðvikudaginn 29. janúar og nemendur á miðstigi kepptu fimmtudaginn 30. janúar.
Viðburðurinn var haldinn í tilefni af níræðisafmæli Friðriks Ólafssonar, stórmeistara í skák. Hann var fyrsti Íslendingurinn til að öðlast þennan titil. Afrek Friðriks og vinna í þágu íþróttarinnar hafa haft mikil áhrif á skákmenningu á Íslandi.
Það er annars greinilegt að skák nýtur vaxandi vinsælda meðal nemenda og var mótið frábær leið til að vekja enn meiri áhuga.
Mótið fór fram í vinamótsanda, þar sem um 30 nemendur á miðstigi og um 50 nemendur á unglingastigi tóku þátt.
Sigurvegarar mótsins voru:
Miðstig:
1. sæti: Cedrick í 7. bekk
2. sæti: Marvin í 7. bekk
3. sæti: Elvar Þór í 6. bekk
4.–5. sæti: Jan Ólafur í 7. bekk og Aron Zirui í 7. bekk
Unglingastig:
1 sæti: Damian í 9. bekk
2. sæti: Szymon í 10. bekk
3.–4. sæti: Nataníel Lúkas 10. bekk og Salvar Gauti í 10. bekk
Að loknu mótinu voru sigurvegarar á hverju stigi heiðraðir með verðlaunum. Skólinn þakkar öllum þátttakendum fyrir þeirra framlag og hvetur þá til að halda áfram að þróa sína skákfærni.
Við hlökkum líka til að halda áfram og skapa fleiri tækifæri fyrir nemendur til að taka þátt í skákmótum í framtíðinni!
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.