100 daga hátíð í 1. bekk

Í gær var haldin hátíð í 1. bekk þar sem nemendur fögnuðu því að hafa verið í skólanum í 100 daga. Þetta var skemmtilegur dagur fyrir alla, þar sem nemendurnir tóku þátt í ýmsum skemmtilegum og fræðandi verkefnum sem tengdust tölunni 100.
Eitt af verkefnunum var að búa til kórónu sem allir nemendur gerðu af miklum myndarbrag. Einnig söfnuðu nemendur 10 stykkjum af snarli af 10 mismunandi tegundum, samtals 100 stykkjum, til að fagna 100 dögum í skólanum. Þetta verkefni hjálpaði þeim að æfa sig í talningu.
Dagurinn endaði með að allir nemendur fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttöku og árangur á þessum 100 dögum. Þetta var skemmtilegur og eftirminnilegur dagur. Myndir frá deginum er að finna á myndasíðu skólans.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.