Mylluvísjón
Miðvikudaginn 15. maí var Mylluvísjón, söngkeppni nemenda Myllubakkaskóla, haldin fyrir húsfylli í Frumleikhúsinu. Það var mikið gleðiefni að geta aftur boðið upp á þennan viðburð og er skólinn afar þakklátur þakklátur Leikfélagi Keflavíkur fyrir lánið á leikhúsinu þeirra frábæra. Keppnin var algjörlega glæsileg, stútfull af hæfileikaríkum og hugrökkum nemendum sem glöddu áhorfendur.
Keppendur í ár voru alls 25 í 18 atriðum. Eins og áður var keppt í tveimur flokkum, yngri flokki 3. – 6. bekkja og eldri flokki 7. – 10. bekkja. Sigurvegari í eldri flokki var Kristín Inga í 6. bekk, í öðru sæti var Björvin Orri í 7. bekk og þriðja sæti var Bartosz Czeslaw í 6. bekk. Í yngri flokki sigraði Heiðdís í 5. bekk, í öðru sæti var Hildigunnur í 3. bekk og í því þriðja voru þær Ástrós Tekla í 5. bekk og Elísabet Rós í 3. bekk. Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju með sinn flutning og árangur. Við viljum líka þakka öllum nemendunum sem tóku þátt. Það þarf mikið hugrekki til að stíga á svið og syngja fyrir hóp af fólki og það sannaðist þarna enn og aftur að Myllubakkaskóli er fullur af hæfileikaríkum nemendum og framtíðin björt.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.