Íslenska sem annað mál
Tímafjöldi á viku:
Nemendur með annað móðurmál en íslensku hafa ólíkan menningarlegan, mállegan og námslegan bakrunn og miðast því tímafjöldinn við það. Þeir nemendur sem hafa íslensku að móðurmáli og hafa dvalið þorra ævinnar þurfa einnig oft á aðstoð að halda þegar heim kemur.
Markmið Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið 2013 er lögð til grundvallar kennslunni, bls. 106-107.
Hæfniviðmið (bls. 107) í íslensku sem öðru tungumáli eru sett fram í þremur flokkum, þ.e. lestur, bókmenntir og ritun. Samkvæmt aðalnámskrá eru hæfniviðmið sett fram fyrir einstaklinginn sem byrjandi í náminu, lengra kominn og lengst kominn, óháð aldri nemandans.
Efnistök og áhersluþættir:
Miðast við þarfir hvers nemanda. Skipulag íslensku sem annars máls á einstökum stigum tekur mið af aldri, þroska og þörfum nemenda. Einnig þarf að hafa í huga reynslu nemenda, menningarlegan bakgrunn og stöðu í name. Brýnt er að þeir fylgi skólafélögum í öðrum greinum skólans og fái til þess nauðsynlegan stuðning.
Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda með annað móðurmál en íslensku að tekið sé tillit til þekkingar þeirra og færni í eigin móðurmáli og nauðsynlegt að þeir viðhaldi því.
Sterkt móðurmál styrkir fjölskyldubönd og tengsl við menningarlega arfleifð. Því er afar mikilvægt að foreldrum sé gerð grein fyrir mikilvægi móðurmálsins fyrir nemandann og þeir hvattir og studdir til að sinna máluppeldinu á heimilinu sem felst í að rækta móðurmál hans.
Náms- og kennslugögn:
Nemendum er skipt niður í þrjá flokka, þrep, stiga og brú, sem er samsvarandi við flokkaskiptingu Aðalnámskrá grunnskóla fyrir byrjendur, lengra komna og lengst komna.
Kennslugögn eftir stigum:
Þrep (byrjendur):
Íslenska fyrir mig, Ég vil læra íslensku, ýmis orðaforðaverkefni, Alfa Omega, Orðaforðaverkefni 1 og 2 (Akmennt), Orðasjóður, Orðaskyggnir 1, 2 og 3, Orð fyrir orð.
Stigi (lengra komnir):
Kæra dagbók 1 og 2, Íslenska nýja málið mitt 1 og 2, Lærum gott mál 1-3, Málfræðibókin mín 1, Skólavefurinn málfræðiverkefni vinnubók fyrir 2.-3. bekk, 3.-4. bekk og 4.-5. bekk, Ugla sat á kvisti (lesbækur og verkefni), Von trú og kærleikur (lesbækur og verkefni) o.fl.
Brú (lengst komnir):
Kæra dagbók 3, Málfræðibókin mín 2 og 3, Hitt og þetta, Lærum gott mál 4 og 5, námsefni bekkjar, önnur verkefni er telja þurfi til að aðstoða við nám inni í bekk.
Á öllum stigum er eftir aðstæðum líka unnið í spjaldtölvu með gagnvirk verkefni og hljóðbækur.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.