Söngstundir í Myllubakkaskóla
Söngstundir gefa skólalífinu lit og gleði. Þær eru skipulagðar í skólastarfi Myllubakkaskóla og hafa fengið meira vægi enda mikilvægi tónlistar meira en orð fá lýst. Hjördís Rós tónmenntakennari sér um söngstundirnar og er gaman að sjá hvað nemendur taka virkan þátt og skemmta sér vel. Við fáum gæsahúð við það eitt að hlusta og horfa á nemendur á þessum stundum og vildum við leyfa ykkur að njóta með okkur.
Sjá má myndir í myndasafni og heyra söngbrot hér að neðan.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.