• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

29. nóvember 2024

Rithöfundur í heimsókn

Rithöfundur í heimsókn

Síðasta miðvikudag fengum við góðan gest í heimsókn til okkar í skólann. Rithöfundurinn Gunnar Helgason hitti nemendur í  í 3. – 7. bekk en hann hefur skrifað fjölmargar vinsælar barnabækur síðustu ár.

Gunnar sýndi nemendum kápur af bókum sínum. Hann útskýrði fyrir þeim hvernig ferlið við hönnun nýju bókakápunnar hefur gengið fyrir sig í samstarfi við Rán Flygenring. Það var áhugavert fyrir nemendur að fá innsýn í þetta skapandi ferli.

Nemendur stóðu sig mjög vel, hlustuðu af athygli og sýndu því sem hann hafði að segja mikinn áhuga. Hann las svo upp úr nýjustu bók sinni, Stella segir Bless, fyrir nemendur.

Það var ánægjulegt að sjá hve gaman nemendur höfðu af heimsókninni og þökkum við Gunnari Helgasyni kærlega fyrir heimsóknina.

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær