Margt að gerast í desember
Föstudagur 2. desember – RaUðUr DaGuR
Rauður dagur, allir að mæta í einhverju rauðu eða jólalegu t.d. í jólapeysu, jólasokkum, með jólahúfu eða í rauðum fötum.
Mánudagur 5. desember
Halla Karen les jólasögu fyrir nemendur í 2. bekk.
Þriðjudagur 6. desember
1. bekkur og elstu nemendur á Tjarnarseli og Vesturbergi hittast í skrúðgarðinum.
Miðvikudagur 7. desember
Jólauppbrot á unglingastigi
Sala matarmiða fyrir hátíðarmatinn byrjar í dag hjá nemendum. Þeir sem ekki eru í mataráskrift þennan dag geta keypt staka máltíð þ.e. „hátíðarmiða“ á 1000 kr. Þeir sem eiga matarmiða geta skipt honum út fyrir „hátíðarmiða“ í mötuneyti skólans. Salan (og miðaskiptin) stendur yfir dagana 7. - 13. desember á milli kl. 9:00-11:00 í mötuneytinu. Aðeins er hægt að borga með peningum.
Hátíðarmaturinn verður 15. desember. Í matinn verður hamborgarahryggur ásamt meðlæti og ísblóm í eftirrétt. Veganréttur er Wellington, veganmeðlæti og veganís. Fyrir börn sem neyta ekki svínakjöts af trúarlegum ástæðum er kalkúnabringa á matseðlinum. Börn sem eru í sérfæði vegna mjólkuróþols/ofnæmis fá íspinna í stað ísblóms.
Föstudagur 9. desember – RaUðUr DaGuR
Rauður dagur, allir að mæta í einhverju rauðu eða jólalegu t.d. í jólapeysu, jólasokkum, með jólahúfu eða í rauðum fötum.
Samverustund/söngstund hjá yngsta stigi kl. 10:00
Mánudagur 12. desember
Listadagur (stakur þemadagur), kennarar brjóta upp hluta úr degi. Allar sérgreinar halda sér.
Þriðjudagur 13. desember
Síðasti dagur til að skipta út/kaupa sér matarmiða fyrir hátíðarmatinn.
Miðvikudagur 14. desember
Jólauppbrot á unglingastigi
Fimmtudagur 15. desember
Hátíðarmatur hjá Skólamat
Halla Karen les jólasögu fyrir nemendur í 1. bekk.
Föstudagur 16. desember – RaUðUr DaGuR
Rauður dagur, allir að mæta í einhverju rauðu eða jólalegu t.d. í jólapeysu, jólasokkum, með jólahúfu eða í rauðum fötum.
Halla Karen les jólasögu fyrir nemendur í 3. og 4. bekk.
Þriðjudagur 20. desember
Litlu jólin kl. 9:00 – 10:15
Nánari upplýsingar um þennan dag koma á mentor þegar nær dregur. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag.
Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 4. janúar 2023.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.