Hryllilega kökukeppnin á miðstigi
Í tilefni hrekkjavöku var haldin kökukeppni fyrir nemendur í 5.-7. bekk og skemmtu krakkarnir sér við að skapa bæði flottar og hryllilegar kökur ásamt vinum og bekkjarfélögum sínum. Það var gaman að sjá hversu margir nemendur tóku þátt, og metnaðinn sem lagður var í glæsilegar kökurnar.
Hlynur skólastjóri og Auður heimilisfræðikennari fengu það erfiða hlutverk að dæma í keppninni. Þó nokkrar viðurkenningar voru veittar t.d. frumlegasta kakan, krúttlegasta kakan, bragðbesta kakan og hryllilegasta kakan. Valið var alls ekki auðvelt þar sem margar kökur stóðu upp úr fyrir hugmyndaauðgi og frumlegheit.
Að sjálfsögðu fengu allir að bragða á veitingunum.
Miklar þakkir til þeirra sem tóku þátt og gerðu keppnina ógleymanlega.
Það verður gaman að sjá hvað krakkarnir koma með á næstu hrekkjavöku!
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.