Fræðsla um netöryggi og vellíðan á netinu
Í dag fengu nemendur í 5. – 7. bekk heimsókn frá Snjallvagninum (SmartBus) sem er verkefni unnið af Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT. Markmið fræðlsunnar er að hvetja krakka til að hugsa betur um netöryggi, hegðun sína á samfélagsmiðlum og á netinu yfirleitt. Nemendur fengu verkfæri til þess að vernda sig betur á netinu með því að efla meðvitund sína um jákvæða og neikvæða þætti Internetsins.
Það var Lárus Blöndal eða Lalli töframaður sem sá um fræðsluna og auðvitað sýni hann nokkur töfrabrögð líka.
Nemendur voru til fyrirmyndar, spurðu spurninga og hlustuðu vel. Við þökkum Lalla töframanni kærlega fyrir komuna.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.