Fræðsla um brunavarnir og öryggi í 3. bekk
Það er alltaf jafn gaman að fá góða gesti í heimsókn til okkar í skólann. Í síðustu viku fengu nemendur í 3. bekk heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja, þar sem þeir fengu kynningu á mikilvægi brunavarna og öryggis í daglegu lífi.
Gunnar Jón slökkviliðsmaður fór í gegnum ýmis atriði sem snúa að brunavörnum, þar á meðal mikilvægi útgönguleiða í bruna og hvernig sé hægt að tryggja að allir geti komist út á öruggan hátt. Jafnframt talaði hann um mikilvægi þess að athuga reykskynjara reglulega. Nemendurnir kynntust sögunni Brennuvargar sem er framhald af sögunni um Loga og Glóð og fengu eldvarnagetraun með sér heim sem þau geta skilað inn til að eiga möguleika á vinningi. Nemendur sýndu fræðslunni mikinn áhuga og spurðu margra spurninga.
Við viljum þakka Brunavörnum Suðurnesja kærlega fyrir frábæra fræðslu og þeirra mikilvæga starf.
Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.