• Skrifstofan er opin frá:

    Mán - fim: 7:45 - 15:30
    Fös: 7:45 - 14:00

  • Sími á skrifstofu

    420 1450

7. mars 2025

„Öskur í fjarska“ - Handrit Eldeyjar Vöku verður leikrit í Borgarleikhúsinu

Það er alltaf gaman að segja frá þegar nemendur okkar eru að gera góða hluti. Í haust byrjuðu nemendur í 6. bekk í verkefnavinnu sem tengist verkefninu Sögur en það er samstarfsverkefni sjö stofnanna sem öll vinna að barnamenningu og sköpun. Markmið verkefnisins er að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi og sýna börnum hvernig hugmyndir þeirra geta orðið að veruleika ásamt því að upphefja barnamenningu á Íslandi.  

Nemendur unnu að þessu verkefni í skólanum undir handleiðslu umsjónarkennara. Við erum sérstaklega ánægð með að tilkynna að handrit eins nemanda í Myllubakkaskóla, Eldeyjar Vöku Björnsdóttur, bar sigur út býtum í handritakeppni Sagna 2025. Handritið, sem ber nafnið „Öskur í fjarska“, verður sett á svið í Borgarleikhúsinu, hvorki meira né minna! Nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins munu leika í leikritinu og listrænir stjórnendur verða starfandi listamenn við Borgarleikhúsið. Bekkjarfélagar Eldeyjar Vöku í 6. bekk ætla að sjálfsögðu að fjölmenna á sýninguna þegar sýningar hefjast í apríl. 

Við í Myllubakkaskóla óskum Eldeyju Vöku innilega til hamingju með þetta frábæra afrek og þökkum kennurunum Ingibjörgu Jónu og Kristjönu fyrir að halda vel utan um þetta verkefni og hvetja og styðja nemendur áfram í sinni vinnu. Við hlökkum mikið til að sjá verkið hennar Eldeyjar á sviðinu.  

 

Mynd: Eldey Vaka í Borgarleikhúsinu við fyrsta samlestur verksins

Mynd: Eldey Vaka ásamt leikurum sýningarinnar í Borgarleikhúsinu

Myllubakkaskóli er hnetulaus skóli
Hnetulaus

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Foreldrafélag Myllubakkaskóla
  • FFGÍR
  • Reykjanesbær - Menntastefna
  • Reykjanesbær