Náms- og starfsráðgjöf

Kolbrún Sigurðardóttir er náms- og starfsráðgjafi í Myllubakkaskóla. Námsráðgjafi hefur aðsetur á neðstu hæð skólans. Hægt er að bóka viðtalstíma hjá námsráðgjafa með því að koma við hjá honum, hafa samband við umsjónarkennara, hringja í síma 420-1450 eða senda tölvupóst á kolbrun.sigurdardottir@myllubakkaskoli.is

Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og er bundinn þagnarskyldu nema um sé að ræða mál sem tengjast lífi, limum og almennum lögum.

Hlutverk námsráðgjafa er að vinna með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingi og öðrum starfsmönnum að velferð nemenda. Námsráðgjafi sinnir m.a. persónulegri ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum og persónulegum vanda. Hann sér um einstaklings-og hópráðgjöf fyrir nemendur ásamt því að fræða nemendur um nemendalýðræði. Nemendur í 6. bekk fara til námsráðgjafa á námskeið Baujunnar um tilfinningar og sjálfsstyrkingu.

Námsráðgjafi vinnur einnig að forvörnum innan skólans og leiðir hóp starfsmanna sem eru í eineltisteymi skólans. Námsráðgjafi situr nemendaverndarráðsfundi. Námsráðgjafi veitir einnig nemendum ráðgjöf um náms-og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.

Hann leiðbeinir nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur. Einnig aðstoðar námsráðgjafi nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og að setja sér markmið.

Allir nemendur skólans eru velkomnir til náms-og starfsráðgjafa.

Viðburðadagatal

« september 2018 »
M Þ M F F L S
     12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
       
Mentor Reykjanesbær